Steal My Sunshine – Kanadíski draumurinn

Fílalag - A podcast by Fílalag - Venerdì

Categorie:

„Hey Matt“ „Já, Tim“ „Hefurðu talaði við Marc nýlega?“ „Ööö, nei, ég hef eiginlega ekki talað við hann, en hann virkar soldið ööö leiður“ „Hahaha. Hann virkar soldið ööö leiður“ „Jæja, kannski ættum við að gleðja hann.“ „Hvað stingur þú upp á að við gerum?“ „Ja, finnst honum smjörbökur góðar?“ Þannig hefst guðspjallið. Fyrsta bók Bróse. Hér fer í loftið kanadíski draumurinn. Sólskin, hassfliss, tímalaust kúabjölludill. Engin ábyrgð. Engin fortíð. Bara djúpt skúffuköku fílgúdd. Mjúkir sófar. Þægilegir kjallarar. Boy meets girl, partýhjal. Næsheit. Garðslöngur, hot-pants, sextán klukkustunda garðpartí, grill, tjill, frisbí og allt gjörsamlega sizzling. Ef ameríski draumurinn er heit eplabaka og M16 hríðskotariffill þá er sá kanadíski hlynsíróps-smjörbaka og bergmál lagsins sem er fílað í dag. Steal My Sunshine. Eitt það allra stærsta á himnafestingunni. Njótið og verið góð. Fílið.