Parklife – Chav-tjallismi
Fílalag - A podcast by Fílalag - Venerdì
Categorie:
Þeim langaði að fanga breska hversdagsstemningu. og þeim tókst það. Blur hlóð í væna wagner-í-eldspýtustokk-exístensíalíska-popp-sápu-óperu, sem þó aldrei rís, heldur kraumar allan tímann eins og skaftpottur á gamalli AGA eldavél í sundurmolnuðu múrsteinshúsi í Longsleddale í Kúmbríu. Um er að ræða bresk tilþrif: gnægtarborð tilvísana, undiröldu og stemningar, í mónótónískum sælgætisumbúðum. Það skrjáfar og glitrar en eldsumbrotin fara öll fram neðan jarðar, eins og breskt heimavistarskólaprump sem smýgur gegnum þykkar ullarbrækur áður en það er veitt ofan í mjólkurglas hvers botn er kinglóttur sem gleraugu herra Winston Ono. Njótið og fílið.