First We Take Manhattan – Leonard Cohen, hryðjuverkamaður í ástum og listum
Fílalag - A podcast by Fílalag - Venerdì
Categorie:
Skilaboð frá Fílalagsmönnum: Það hafði lengi verið á stefnuskrá Fílalags að taka Leonard Cohen fyrir. Nú í vikunni létum við loks verða af því og tókum upp hefðbundinn þátt þar sem fjallað er um lagið First We Take Manhattan. Síðar í vikunni barst heimsbyggðinni sú reiðarfregn að Cohen væri látinn. Við sendum þáttinn út, eftir sem áður, og tileinkum hann minningu þessa mikla listamanns. Hafa skal það þó í huga þegar hlustað er á þáttinn, að hann var ekki hugsaður sem minningarþáttur heldur tribute til lifandi manns. Leonard Cohen var af þeirri kynslóð tónlistarmanna sem braust út á 7. áratugnum. Þegar tónlist hafði mikil áhrif á samfélagið. Hann fór aldrei fremstur í flokki en hann kafaði dýpra en flestir aðrir og brúaði bil milli tónlistar og bókmennta, en ekki síður heimspeki og trúarspeki. Hann var existensíalískur í eðli sínu. Lífsskoðun hans var jafn skynjanleg í rödd hans, laglínum, texta, fraseringum, fatavali og framkomu í viðtölum. Hann var alhliða listamaður sem skapaði sína list með sjálfri tilverunni. First We Take Manhattan er djúpt lag að kóenskum sið. Cohen gengur þó enn lengra en oft áður í að selja hugmynd sína. Lagið fjallar um terrorisma í víðum skilningi. Að gera ekki málamiðlanir. Heimsyfirráð eða dauði. Allt fyrir listina. Allt fyrir ástina. Þannig lifði Montreal-mörðurinn alla sína tíð. Salute. Hvíl í friði, prins ljóðs og rökkurs. Þess óska, þínir aðdáendur, Bergur Ebbi og Snorri