Don’t Try To Fool Me – Ekki reyna að djóka í mér

Fílalag - A podcast by Fílalag - Venerdì

Categorie:

Hann var ljóðskáld, hann var myndlistarmaður og hann var einn af fremstu lagahöfundum Íslands. Jóhann G. Jóhannsson er til umfjöllunar í þessum nýjasta þætti Fílalags og hvað annað verður tekið fyrir en 1973 neglan „Don’t Try To Fool Me“.Við erum ekki að reyna að djóka í ykkur. Lagið er svo stórt að það er eiginlega ótrúlegt að það sé ekki miklu frægara en það er í raun: hvernig getur það verið að þetta lag sé ekki heimsfrægt? Hvað vitum við svo sem? Kannski er Frank Sinatra að raula „Don’t Try To Fool Me“ í þessum töluðu orðum í popphimnum. Elvis smyr sé samloku. Jói G. málar mynd af því. Ekki reyna að djóka í sjálfum ykkur. Hlustið. Fílið.