Don’t Speak – Ekki segja neitt. Uss. Uss…
Fílalag - A podcast by Fílalag - Venerdì
Categorie:
Endurflutt er nú Fílalagsfílun á laginu Don’t Speak með No Doubt. Lagið var fyrst fílað 2014 en er nú sett aftur inn á netið eftir að hafa verið ósækjanlegt með öllu. Don’t Speak er 90s negla af seigu sortinni. Að sjálfsögðu er lagið fyrst og fremst poppsmellur með tilheyrandi froðubaði og easy listening elementum en í því er einnig þykkari og dýpri tilfinninga-óróleiki. Þar spilar inn í að lagið fjallar um innanbands sambandsslit í hljómsveitinni, svokölluð innbandsslit. Lagið fjallar um þessar sérstöku aðstæður þegar búið er að segja allt sem segja þarf. Orð eru óþörf. Hvirfilbylurinn hefur gengið yfir og nú er ekkert eftir en að taka hatt sinn og staf og segja bless í bili. Tilfinningin í laginu endurspeglar það. Lagið er þvílík negla að hljómsveitin hefur líklega þagað í 2-3 vikur eftir að upptökum á laginu lauk. Ebbi og Snorri eru ekki alveg orðlausir í umfjöllun sinni um lagið, en samt næstum því. Hlýðið á þessa fílun hér.