Anyone Who Had A Heart – Dimmblátt stræti 20. aldar

Fílalag - A podcast by Fílalag - Venerdì

Categorie:

Úr gullkistu FílalagsAnyone Who Had a Heart – Dusty Springfield New York. Djass. Dýpt. Tuttugasta öldin. Gulir belgvíðir leigubílar fljóta um strætin. Farþegar sökkva í plussið. Slaki í öxlum. Nagandi ótti í brjóstum.Flygill á fimmtugustu hæð. Aska í bakka. Teppi á gólfum. Teppi á veggjum. Teppi á innanverðum heilahvelum. Teppalagðar taugar, teppalagðar kransæðar. Allt er teppalagt nema hjartað. Það stendur nakið, til sýnis í ýlfrandi pússuðum búðarglugga á Fimmtutröð. Allir hljóta að sjá það. Sérhver lifandi vera sér ástarglampann í augum stúlkunnar. Nema hann. Brotið hjarta. Saxófónsóló í höfðinu. All nite diner depurð fegurð. Burt og Dusty. Takk!