A Town Called Malice – Að hrista úr sér sjöuna
Fílalag - A podcast by Fílalag - Venerdì
Categorie:
The Jam – A Town Called Malice Nú er moddið tekið fyrir í allri sinni dýrð. Sultan er fíluð. Paul Weller í brakandi ullarjakkafötum að negla út melódíska þjóðsöngva á Rickenbackerinn. Weller fór fyrir þriðju kynslóð moddara. Hann var barn sjöunnar en átti líka stóran þátt í að hrista þyngslin af þjóðinni. Weller, maður alþýðunnar, var ekki pönkari, en hann fór fyrir byltingu í tónlist. Hann endurvakti stemninguna og umfram allt fílinginn. Fílum nú svanasöng The Jam frá 1982, en Jam var band sem sannarlega kunni að hætta á toppnum!