Tangóinn um verksmiðjuna í Þorlákshöfn

Þetta helst - A podcast by RÚV

Categorie:

Þátturinn í dag er tekinn upp í bænum Þorlákshöfn í sveitarfélaginu Ölfusi á Suðurlandi á fallegum mánudegi í byrjun nóvember. Í lok síðustu viku greindi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, frá því að nú í nóvember verði bindandi kosning meðal íbúa um mölunarverksmiðju þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg. Verkefnið hefur verið umdeilt í Ölfusi um langt skeið og eru skoðanir skiptar. Þetta helst tók nokkra íbúa tali og spurði þá um skoðanir þeirra á verksmiðjunni.