Hótað brottrekstri fyrir að ganga í stéttarfélag

Þetta helst - A podcast by RÚV

Categorie:

Í þættinum í dag ætlum við að fjalla um einstakt mál sem komið er fyrir félagsdóm. Málið snýst um hótun eiganda ferðaþjónustufyrirtækis í garð spænsks starfsmanns þess. Í spjalli á samfélagsmiðlinum Slack var starfsmanninum hótað brottrekstri ef hann gengi í stéttarfélag. Slíkar hótanir kallast union busting á ensku eða niðurbrot á stéttarfélagi á íslensku. Hið meinta brot í málinu snýr að því að óheimilt er að banna starfsmanni fyrirtækis að ganga í stéttarfélag. Þetta mál er birtingarmynd stórfelldra réttindabrota sem eiga sér stað í íslenskri ferðaþjónustu. Rætt er við framkvæmdastjóra Verkalýðsfélags Suðurlands sem höfðar málið, Guðrúnu Elínu Pálsdóttur, og Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, sem einnig hefur haft afskipti af sama ferðaþjónustufyrirtæki vegna meintra réttindabrota. Þá er einnig rætt við Sumarliða Ísleifsson, sem skráði sögu ASÍ, um söguleg dæmi um sams konar réttindabrot. Bandaríski hamborgarastaðurinn McDonalds tengist sögunni sem Sumarliði segir.