Heiðmörk borgar sig
Þetta helst - A podcast by RÚV
Categorie:
Ísland verður seint talið skógi vaxið, en flestum líður okkur vel innan um tré. Við sækjum í skóglendi, jafnvel þó að við þurfum að keyra töluverðan spotta til þess. Fyrir nokkru var virði Heiðmerkur rannsakað út frá því sem kallast ferðakostnaðaraðferðin og í ljós kom að kostnaðurinn sem fólk leggur út fyrir ferðum sínum þangað, jafngildir virði Heiðmerkur, og vel það. Daði Már Kristófersson hagfræðingur ræðir við Sunnu Valgerðardóttur um virði, og mikilvægi, skóga á Íslandi.