Fatlaðir útlokaðir frá heitum pottum

Þetta helst - A podcast by RÚV

Categorie:

Hjólastólanotendur segjast nánast hvergi komast ofan í heita potta við sundlaugar landsins. Þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir doktorsnemi og Margrét Lilja Arnheiðardóttir formaður Sjálfsbjargar segja að þar sem aðgengi sé fyrir hreyfihamlaða, sé það aðeins ofan í ískaldar laugar. Tröppur og handrið ofan í heita potta geti ekki talist ásættanlegt aðgengi fyrir hjólastólanotendur. Þóra Tómasdóttir ræddi við þær.