Baðlón og hótel Bláa lónsins við Hofsjökul
Þetta helst - A podcast by RÚV
Categorie:
Bláa Lónið hf. vill byggja hótel og gera baðlón við rætur Hofsjökuls við Hoffell í Nesjum. Framkvæmdirnar eru utan Vatnajökulsþjóðgarðs en eru rétt við mörk hans. 99 umsagnir hafa borist til Skipulagsstofnunar út af þessum fyrirhuguðu framkvæmdum. Umsagnir eru enn að berast um verkefnið þrátt fyrir að umsagnarfrestur hafi runnið út 1. desember. Síðasta umsögnin er dagsett 17. desember. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Náttúruverndarstofnunar, ræðir um framkvæmdina og segir að það sé krefjandi jafnvægislist að feta rétta veginn á milli náttúrunýtingar og náttúruverndar. Einnig er rætt við og Lovísu Fanney Árnadóttur og Erlu Guðný Helgadóttur sem hafa starfað við ferðamennsku á svæðinu og skiluðu inn umsögnum um verkefnið. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
