Það skiptir máli hvar gervigreindarflögurnar eru framleiddar
Þetta helst - A podcast by RÚV
Categorie:
Nvidia er nú orðið verðmætasta fyrirtæki heims. Gervigreindarbyltingin er á fullri ferð, en fréttir síðustu daga benda til þess að leið gervigreindar sé ekki endilega bein leið. Það eru vissulega stórir sigrar, eins og ævintýralegt hlutabréfaverð Nvidia, fyrirtækis sem framleiðir íhluti fyrir þróun gervigreindar, en það eru líka sorgir. Skyndibitarisinn McDonalds bakkaði á dögunum út úr samstarfi við IBM, frumkvöðul á sviði gervigreindar, um þróun á tölvusvörun með gervigreind fyrir sjálfsafgreiðslu. Þróunin hafði ekki skilað nægilega miklum árangri. Nvidia er alþjóðlegt tæknifyrirtæki með aðsetur í Kalíforníu í Bandaríkjunum sem framleiðir sérstakar flögur sem notaðar eru í tölvur sem keyra áfram gervigreind. Í þættinum verður til nýyrðið spunaflögur yfir það sem Nvidia framleiðir, en vörur fyrirtækisins má segja að keyri áfram gervigreindarbyltinguna. Bandaríkjamenn róa nú að því öllum árum að fá framleiðslu á þessum mikilvægu flögum til sín í stað þess að framleiðslan fari fram í Taívan. Eyrún Magnúsdóttir fjallar um stöðu í gervigreindarbyltingunni, sorgir og sigra og ræðir við Brynjólf Borgar Jónsson framkvæmdastjóra Datalab.