5. Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis
Athafnafólk - A podcast by Sesselja Vilhjálms

Categorie:
Viðmælandi þessa þáttar er Katrín Pétursdóttur, forstjóri Lýsis, sem framleiðir meðal annars þorskalýsið sem allir Íslendingar þekkja. Katrín er fædd árið 1962 og er alin upp miðbæ Reykjavíkur. Hún gekk í Verzlunarskólann og lauk námi í rekstrarfræði í Tækniskóla Íslands sem núna er hluti af Háskólanum í Reykjavík. Katrín kom ung að árum að fyrirtækjarekstri enda alin upp í mikilli frumkvöðlafjölskyldu. Árið 1999 keypti hún fyrirtækið Lýsi og settist í forstjórastólinn og hefur Lýsi vaxið og dafnað undir hennar stjórn. Þátturinn er kostaður af VÍS, Kaffitár og Bílaumboðinu Öskju.