27. Hermann Kristjánsson, stofnandi Vaka sem selt var til Pentair
Athafnafólk - A podcast by Sesselja Vilhjálms

Categorie:
Viðmælandi þáttarins er Hermann Kristjánsson, stofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri Vaka, sem er 30 ára gamalt hátæknifyrirtæki sem býr til búnað fyrir fiskeldi. Hermann er fæddur árið 1962 og ólst upp í Kópavogi og Garðabæ. Hann gekk í Fjölbrautaskólann í Garðabæ og Flensborg og síðan lá leið hans í Háskóla Íslands í rafmagnsverkfræði. Hermann stofnaði Vaka árið 1986 þegar hann var enn í háskólanámi með það að markmiði að tæknivæða fiskeldi. Fyrirtækið starfaði í 30 ár og bjó til 40 mismunandi vörur, m.a. til að telja, stærðarmæla, dæla og flokka lifandi fiska í fiskeldi og laxveiðiám. Fyrirtækið velti tæplega 2 milljörðum króna á ári undir lokin og var með dótturfélög í Noregi, Skotlandi, Chile og Kanada. Árið 2016 var Vaki selt til bandaríska fyrirtækisins, Pentair Aquatic Systems og starfaði Hermann þar í tvö ár þangað til það var síðan selt áfram til fyrirtækisins, Merck, þar sem Hermann starfaði sem ráðgjafi þar til hann sagði skilið við við fyrirtækið eftir 32 ár. Í dag situr Hermann í stjórnum ýmissa nýsköpunarfyrirtækja og sinnir hestamennsku af miklu kappi þess í milli. Þátturinn er kostaður af Icelandair.