19. Magnús Ingi Óskarsson, stofnandi Calidris, sem seldi fyrirtækið sitt til Sabre

Athafnafólk - A podcast by Sesselja Vilhjálms

Categorie:

Viðmælandi þessa þáttar er Magnús Ingi Óskarsson, stofnandi Calidris, hugbúnaðarfyrirtækis. Calidris er hugbúnaður sem hjálpar flugfélögum að auka sveigjanleika og tekjur og sum of stærstu flugfélögum í heiminum nota ennþá hugbúnaðinn í dag. Calidris var selt til bandaríska fyrirtækisins Sabre árið 2010 en Sabre er eitt af stærstu hugbúnaðarfyrirtækjum heims á flugrekstrarsviði. En Magnús Ingi er að eigin sögn, sveitastrákur úr Skagafirðinum fæddur árið 1960. Hann gekk í Menntaskólann á Akureyri og síðan lauk hann B.S. í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og síðan mastersnámi í tölvunarfræði við Illinois Institute of Technology í Chicago og síðar MBA námi frá IMD í Sviss. Magnús vann í fimm ár hjá Icelandair við tekjustýringu og í stutta stund starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá OZ, hugbúnaðarfyrirtæki. Í dag er Magnús Ingi í ráðgjafaráði Eyris Ventures og vinnur einnig með ýmsum sprotafyrirtækjum. Þátturinn er kostaður af VÍS og Kaffitár.